Umhverfið í hjartastað

Með tilkomu miðlægs frameiðslueldhúss hefur til að mynda gefist tækifæri til að kaupa hráefni í stærri umbúðum og skipta niður á milli staða frekar en að kaupa minni og umbúðameiri pakkningar á hvern stað fyrir sig. Notast er við margnota ílát þegar matur er fluttur á milli staða, bæði frá eldhúsinu til veitingastaðanna en einnig í mörgum tilfellum þegar fyrirtæki panta stóra skammta í hádeginu.

Ein stærsta áskorun Gló var að útrýma frauðbökkum undir matarskammta fyrir einstaklinga en eftir að hafa komið að lokuðum dyrum hjá öllum innflytjendum fluttu Solla og Elli inn sinn eigin gám af matarboxum úr niðurbrjótanlegu efni árið 2011. Framtakinu var vel tekið og skömmu síðar hófst almennur innflutningur og notkun á náttúruvænum matarbökkum meðal annarra veitingastaða. Í dag má henda öllum boxum frá Gló undan mat, kökum og súpum auk einnota hnífapara í lífræna ruslið og hefur Gló einsett sér að leita ávallt bestu leiða til að vernda umhverfið.