Pantanir

Fyrirtækjaþjónusta

Dreymir starfsfólkið þitt um ljúffengan og nærandi hádegismat í vinnunni? Við bjóðum fyrirtækjum upp á heimsendan mat í hádeginu, hvort sem er í stakt skipti eða með reglubundnum hætti. Hægt er að fá allt frá súpum og vefjum til grænmetis- og kjúklingarétta, sniðið að þörfum hvers og eins.

Á hverjum degi er hægt að velja úr fjölda rétta og þau sem vilja forðast glúten eða kjósa grænmetisfæði geta ávallt treyst á valkosti við hæfi. Í hverri pöntun má blanda saman ólíkum réttum eða panta eins fyrir alla. 

Einnig setjum við saman dýrindis morgunverðarpakka fyrir hópa og bjóðum upp á fundarveitingar sem halda orkunni gangandi.

Sendu okkur póst á pantanir@glo.is til að fá nánari upplýsingar eða leggja inn pöntun.