Pantanir

Djúspokar

Í þessum öðruvísi 6-pack færðu fjóra kaldpressaða safa og tvo þeytinga sem allir hafa einstaklega nærandi eiginleika. Handhæg og hagkvæm lausn fyrir þau sem ekki hafa tíma til að pressa sína eigin drykki.

Nánar

Matarpakkar fyrir Hjallastefnuna

Foreldrar barna í Hjallastefnunni geta pantað kvöldmatarpakka fyrir fjölskylduna og sótt á leikskóla að eigin ósk á þriðjudögum og fimmtudögum. Smellið á 'Nánar' til að ganga frá pöntun - ath. þetta er ekki í boði fyrir aðra en foreldra Hjallastefnubarna eins og er. Tekið er við fyrirspurnum og ábendingum vegna matarpakka á netfanginu matarpakkar@glo.is

Nánar

Fyrirtækjaþjónusta

Dreymir starfsfólkið þitt um ljúffengan og nærandi hádegismat í vinnunni? Við bjóðum fyrirtækjum upp á heimsendan mat í hádeginu, hvort sem er í stakt skipti eða með reglubundnum hætti. Hægt er að fá allt frá súpum og vefjum til grænmetis- og kjúklingarétta, sniðið að þörfum hvers og eins.

Nánar

Panta mat heim

Stundum er notalegt að dekra við sig og fá Gló máltíðina heim að dyrum. Samstarfsaðilar okkar á aha.is koma færandi hendi með skálar eða rétti dagsins þegar þú leggur inn pöntun á vef þeirra. Skoðaðu verð, tímasetningar og afhendingarsvæði á vef AHA.is