Pantanir

Hnetusteik

Fáðu ferska hnetusteik beint í ofninn á jólunum! Hægt er að fá bæði staka hnetusteik og hnetusteik ásamt vegan sveppasósu og hindberja chutney sem fullkomnar jólamatinn.

 

Hnetusteikin er 500 gr. og er tilvalin fyrir 2-3 einstaklinga.

Innihald: Rauðar linsur, kúrbítur, sellerírót, sveppir, paprika, kasjúhnetur, tómatmauk, jarðhnetur, hnetusmjör, hesilhnetur, sólblómafræ, kókosostur, sellerí, krydd (timjan, rósmarín, salvía, sumac, sesamfræ, marjoram, oregano, salt), grænmetiskraftur, hvítlaukur, chili, steinselja, salt.

 

Afhendingin fer fram í Fákafeni 11 þann 21. desember á milli klukkan 09-21. Framvísa þarf kvittun við afhendingu. 

 

(ATH! að ef dagsetningin hentar þér ekki er hægt að kaupa frosnar hnetusteikur og sósur á öllum Gló stöðum fram að jólum)

Nánar

Gló dagur

Í þessum glóandi 6-pack færðu fjóra kaldpressaða safa og tvo þeytinga sem allir hafa einstaklega nærandi eiginleika. Handhæg og hagkvæm leið til að taka djúsdag

 

Vinsamlegast athugið að djúspakkinn afhendist eftir klukkan 10:30.

Nánar

Fyrirtækjaþjónusta

Dreymir starfsfólkið þitt um ljúffengan og nærandi hádegismat í vinnunni? Við bjóðum fyrirtækjum upp á heimsendan mat í hádeginu, hvort sem er í stakt skipti eða með reglubundnum hætti. Hægt er að fá allt frá súpum og vefjum til grænmetis- og kjúklingarétta, sniðið að þörfum hvers og eins.

Nánar