COVID -19 - Ráðstafanir

Til að geta fylgt leiðbeiningum almannavarna um að halda 2 metra fjarlægð á milli einstaklinga höfum við fækkað borðum og stólum á stöðunum okkar og teljum inn svo ekki séu fleiri en 20 manns inni á veitingastöðunum í einu. Það eru sprittbrúsar á víð og dreift yfir veitingasalina okkar og sjálfvirkur sprittstandur er við innganga.

Við sprittum alla yfirborðs snertifleti reglulega, einnig afgreiðslukassa, kreditkortalesara, salerni, hurðahúna og vatnskrana.

Starfsmenn Gló þvo á sér hendurnar með sápu og vatni reglulega og spritta eftir hverja afgreiðslu.

Við notum ávallt hanska þegar við afgreiðum pantanir og skiptum reglulega um þá.

Snertilaus afhending í vefsölu

Við bjóðum upp á snertilausa afhendingu í gegnum vefsölu okkar. Viðskiptavinir panta og greiða mat í gegnum heimasíðuna okkar www.glo.is og sækja svo matinn snertilaust á sérstöku borði merkt “Snertilaus afhending” sem er við inngang staðarins.

Fyrirtækjasendingar

Til þess að varna smiti COVID-19 fylgja sendlar eftir eftirfarandi verklagsreglum.

Sendlar þvo sér reglulega um hendurnar með vatni og sápu.

Þeir nota hanska og skipta um þá reglulega og eru í viðeigandi starfsmannafötum.

Allir yfirborðs snertifletir í farartækjum eru sótthreinsaðir fyrir og eftir afhendingu.

Allar grindur sem notaðar eru í sendingum eru sótthreinsaðar fyrir og eftir notkun.

Ef þess sé óskað, þá munu sendlar okkar leggja matarpakkana niður fyrir framan dyrnar.

 

Aðrar upplýsingar

 

Vegna álags á þessum tímum höfum við þurft að takmarka vöruúrval okkar og höfum við tekið þá ákvörðun að hætta með borgarana tímabundið.  

 

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband á glo@glo.is

 

Kær kveðja,

Gló.

© Höfundaréttur 2020 GLO.IS. Öll réttindi áskilin.