Drottningin

Gógó Starr (Sigurður Heimir Guðjónsson)

Ástríðan fyrir dragi kviknaði hjá Sigga - eins og Sigurður er yfirleitt kallaður - á leiksýningu sem hann tók þátt í á Akureyri fyrir nokkrum árum.
Það má segja að dragmenningin á Íslandi hafi legið í dvala og Íslendingar vissu ekki mikið um hvað drag væri.

Gógó Starr er dragdrottningin sem býr innra með Sigga og hann hleypti henni til Reykjavíkur í fyrsta skiptið árið 2015 þar sem hún tók þátt í dragkeppni Íslands - sem hún að sjálfsögðu vann. Þá var ekki aftur snúið. 

Siggi er nú fluttur til Reykjavíkur og er einn af stofnendum framkomuhópsins Drag-súgur. Hópurinn hefur stækkað og stækkað en nú eru rúmlega 20 listamenn sem koma reglulega fram. 

Drag er eitt af mörgum formum sviðslista og þegar Gógó Starr birtist á sviðinu er það innra gló Sigga sem skín hvað skærast. 

Að finna eða skapa sitt eigið gló er örugg leið til að einstaklingur dafni og blómstri. 

Við hjá Gló erum á því að það þurfi ekki bara að rækta líkamann með heilnæmri fæðu, heldur líka láta andann dafna með því að finna sitt eigið gló. Ef þú finnur það ekki, skapaðu það og þegar þú hefur fundið þitt eigið gló þá skaltu rækta það. 

Þetta er fyrir alla þá sem rækta það sem þau elska í lífinu. Gefðu lífinu lit og finndu þitt gló. 

#mittgló


Skapaðu þitt eigið gló

Skálin hennar Gógó
Gógólicious

  • Kelpnúðlur
  • Rótargrænmeti
  • Rauðrófur
  • Sojakjöt
  • Pestó
  • Kókósflögur

1.899 kr.