Gott að vita

Ofnæmi og óþol

Vinsamlega tilgreinið fæðuóþol eða ofnæmi og ráðfærið ykkur við starfsmann þegar pöntun er gerð. 


Vildarkort og afslættir

Á hverjum Gló stað má nálgast klippikort þar sem tíunda hver máltíð er frí. 


Um okkur

 

Nú er Gló á Laugavegi 100% VEGAN. 


Á annarri hæð Laugavegs 20b er notalegt að sitja og virða fyrir sér mannlíf miðborgarinnar. Á Gló Laugavegi er úrval vegan rétta á matseðli þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Einnig er hægt að velja súpu eða vefjur ef léttari máltíðar er óskað. Eftirréttirnir og kökurnar eru svo dýrindis glaðningur með rjúkandi kaffi- eða tebolla.


Akandi matargestum er bent á bílastæðahúsið í Traðarkoti við Hverfisgötu, þaðan sem örstutt ganga er að Gló.

 


Opnunartímar Gló Laugavegi

  • Veitingastaður
  • Virka daga 11:00 - 21:00
  • Laugardaga 11:30 - 21:00
  • Sunnudaga 11:30 - 21:00
Hnit:64.099553, -21.884207 Zoom:15

Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. s. 553 1111