Matseðill

Skálin

 

 

Skálin inniheldur allt sem þú þarft í einni máltíð. Þú hannar þína eigin gómsætu skál eftir þínum þörfum; sumir prófa alltaf eitthvað nýtt, aðrir eiga sitt uppáhald. Veldu þér grunn, salöt, hágæða prótein, dressingu og topp og úr því verður þín einstaka máltíð. 

 

 

 

Skál með vegan próteini eða kjúklingi 1.899 kr

Skál með kjötbollum 1.999 kr

 

 

Sjá skálar

Morgunverðar­skálin

 

Byrjaðu daginn á Gló! Við bjóðum upp á fjölbreyttan og heilsusamlegan morgunverðaseðil alla daga, í Fákafeni. Morgunverðaskálin er litrík, holl og gómsæt leið til að byrja daginn. Veldu skærbleika sólberjaskál eða fagurgræna avókadó skál. Við bjóðum einnig upp á chia graut og seðjandi hafra- og kínóagraut með kanil. 

 

 

Stakar morgunverðarskálar 849 kr


Morgunþrenna: 

Morgunverðarskál, orkuskot og americano 

990 kr

Sjá skálar

Glóandi næring

Nærðu hverja einustu frumu með töfrandi máltíð á GLÓ. Hjá okkur finnur þú alltaf valkosti fyrir grænkera, glútenfría og aðra einstaka glóara. 


Súpa

 

Þú getur alltaf treyst á að fá hjá okkur næringarríka, glútenlausa og vegan súpu.

Kókoskarrý súpan okkar er í boði alla dagan en svo er súpa Mars mánaðar Sveppasúpa. Með þeim fylgir svo súrdeigsbrauð og hummus eða smjör.

 

 

Súpa með súrdeigsbrauði og hummus: 1.390 kr

 

 

Hamborgarar

Safaríku borgararnir okkar eru hollari útgáfur af hamborgurum úr góðum hráefnum. Veganborgarinn er glútenlaus svartbaunaborgari sem tryllir bragðlaukana og nautaborgarinn er sérlega ljúffengur. Báðir eru bornir fram á glútenlausu fræbrauði með rúkóla, tómatsalsa, súrum gúrkum og rauðlauk. Krydduð kasjúhnetusósa setur svo punktinn yfir i-ið.

 

Grænmetisborgari 2.390 kr

Nautaborgari 2.390 kr

Pulled Oumph 2.390 kr

 


Gott að vita

Ofnæmi og óþol

Vinsamlega tilgreinið fæðuóþol eða ofnæmi og ráðfærið ykkur við starfsmann þegar pöntun er gerð. 


Vildarkort og afslættir

Á hverjum Gló stað má nálgast klippikort þar sem tíunda hver máltíð er frí. 


Tonic bar og kaffihús

Landsins mesta úrval af hollum drykkjum og veigum

 

Tonic barinn í Fákafeni er sannkallað mekka heilsusamlegra drykkja á Íslandi. Þar töfra barmeistararnir fram einstakar blöndur og heilsuelexíra. Þessi óhefðbundni djús- og kaffibar leggur metnað í að hámarka næringuna í hverjum bolla sem gerir hann að vinsælum samkomustað til að byrja daginn. Mættu með okkur á Happy Hour alla virka daga á milli kl. 7:30 – 10:00 og fáðu þér skot, djús, smoothie, kaffi eða yfirnáttúrulega morgunverðarskál.

 

 

Happy hour kl. 7:30 – 10:00 allir drykkir og frítt skot með.

 

 

 


Um okkur

 

 

Í Fákafeni 11 er að finna heilan heim af Glóandi næringu. Þar er hægt að gæða sér á borgurum eða salatskálum með hágæða próteingjafa að eigin vali, drekka í sig næringu úr kaldpressuðum safa eða þeytingum á Tonic Barnum eða bara njóta augnabliksins með rjúkandi kaffibolla og sneið af himneskri köku. 

Við mælum sérstaklega með því að byrja daginn á töfrandi morgunverði í Fákafeninu og nýta innblástur staðarins til góðra verka yfir daginn.

 

 


Opnunartímar Gló Fákafeni

 • Street food
 • Virka daga 11:00 - 21:00
 • Laugardaga 11:30 - 17:00
 • Sunnudaga 11:30 - 17:00
 • Markaður
 • Virka daga 7:30 - 21:00
 • Laugardaga 08:00 - 17:00
 • Sunnudaga 08:00 - 17:00
 • Tonic bar
 • Virka daga 7:30 - 17:00
 • Laugardaga 08:00 - 17:00
 • Sunnudaga 08:00 - 17:00
Hnit:64.129500,-21.864402 Zoom:15

Fákafeni 11, 108 Reykjavík. s. 553 1111