Matseðill

Skálin

 

 

Skálin inniheldur allt sem þú þarft í einni máltíð. Þú hannar þína eigin gómsætu skál eftir þínum þörfum; sumir prófa alltaf eitthvað nýtt, aðrir eiga sitt uppáhald. Veldu þér grunn, salöt, hágæða prótein, dressingu og topp og úr því verður þín einstaka máltíð. 

 

 

 

Skál með vegan próteini eða kjúklingi 1.899 kr

Skál með kjötbollum 1.999 kr

Sjá hráefni

Glóandi næring

Nærðu hverja einustu frumu með töfrandi máltíð á GLÓ. Hjá okkur finnur þú alltaf valkosti fyrir grænkera, glútenfría og aðra einstaka glóara. 


Súpa

Þú getur alltaf treyst á að fá hjá okkur næringarríka, glútenlausa og vegan súpu hvaða dag vikunnar sem er. Súpurnar okkar eru gerðar til þess að renna ljúflega niður, ylja og næra. Með súpu dagsins fylgir nýbakað glóandi brauð eða glútenlaust hrákex með smjöri eða hummus, og þú getur valið að bæta litríku salati við máltíðina. 

 

Súpa 1.250 kr

Súpa með salati 1.899 kr

Hamborgarar

Safaríku borgararnir okkar eru hollari útgáfur af hamborgurum úr góðum hráefnum. Veganborgarinn er glútenlaus svartbaunaborgari sem tryllir bragðlaukana og nautaborgarinn er sérlega ljúffengur. Báðir eru bornir fram á glútenlausu fræbrauði með rúkóla, tómatsalsa, súrum gúrkum og rauðlauk. Krydduð kasjúhnetusósa setur svo punktinn yfir i-ið.

 

Grænmetisborgari 2.099 kr

Nautaborgari 2.299 kr

 


Gott að vita

Ofnæmi og óþol

Vinsamlega tilgreinið fæðuóþol eða ofnæmi og ráðfærið ykkur við starfsmann þegar pöntun er gerð. 


Vildarkort og afslættir

Á hverjum Gló stað má nálgast klippikort þar sem tíunda hver máltíð er frí. Einnig er hægt að kaupa 20 skipta fyrirfram greitt kort á 31.990 kr


Um okkur

Í Listhúsinu, Laugardal er fyrsti Gló staðurinn, þar sem ævintýrið hófst. Hann fékk nýlega andlitslyftingu og eru þar nú framreiddar skálar líkt og í Fákafeni. Í þær fer salat að eigin vali og hágæða próteingjafi eftir óskum hvers og eins auk þess sem boðið er upp á dýrindis kökur, kaffi og te. Margir gera sér ferð í Laugardalinn til að næla sér í hinn sívinsæla Gló borgara sem bæði er fáanlegur í vegan- og kjötútgáfu, á glútenlausu brauði með ljúffengri sósu og sætum frönskum kartöflum.


Opnunartímar Gló Engjateig

  • Veitingastaður
  • Virka daga 11:00 - 21:00
  • Lokað um helgar
Hnit:64.140855, -21.885845 Zoom:15

Engjateig 19, 105 Reykjavík. s. 553 1111