Laugavegur

Frá litlum neista í tindrandi Gló

Frá fyrsta opnunardegi Gló var markmiðið skýrt: að auðvelda fólki að næra sig rétt, útdeila kærleik og hafa þannig jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. 

Fyrsti staðurinn var í Engjateig og í maí árið 2013 opnaði Gló nýjan stað á Laugavegi 20b sem er í dag eini gló staðurinn sem er 100% vegan. Í framhaldinu voru þrír nýir staðir opnaðir. Fyrst á Laugavegi 20b , þá næst Gló í Fákafeni þar sem jafnframt var Tonic Bar sem framreiðir nærandi og hressandi drykkii. Fljótlega eftir opnun í Fákafeni voru gestir boðnir velkomnir á nýjan stað Gló í Hæðasmára, Kópavogi, þar sem einnig hafði verið sett upp miðlægt framleiðslueldhús Gló. 

Í dag eru staðirnir fjórir. Staðirnir eru reknir af sömu og hugsjón og ástríðu og lá í loftinu þegar GLó opnaði dyrnar í fyrsta sinn. Öll vöruþróun, matarhönnun og nýsköpun er enn í höndum  hinnar skapandi og orkumiklu Sollu sem er óþrjótandi brunnur hugmynda og kærleiks, enda er jafn líklegt að finna hana í frumlegum grænmetisútskurði, syngjandi í uppvaskinu eða í faðmlagi við nærtækan starfsmann.

GLÓ-ið vex með hverjum degi, bæði í umfangi en ekki síður innra með þeim fjölda gullmola sem myndað hafa Gló fjölskylduna í allri sinni dýrð.

Lestu meira
sollaBack

Lífrænt ræktuð Solla

Fáir hafa haft jafn mikil og jákvæð áhrif á matarvenjur okkar Íslendinga eins og Solla. Hún hefur verið óþreytandi við að miðla fróðleik sínum um heilnæmt fæði með gleði og hlýju í tugi ára. Eitt það mikilvægasta sem hún hefur kennt okkur er að hollur matur getur líka verið bragðgóður og spennandi, en það minnir hún okkur á alla daga á veitingastöðum Gló.

Solla er þó ekki einungis þekkt fyrir gómsæta matargerð sína hér á landi heldur hefur hún verið kosin besti hráfæðikokkur í heimi oftar en einu sinni og fær mikla athygli erlendis frá. Nýverið gaf hún út á ensku bókina RAW  hjá hinu virta forlagi PHAIDON og hefur hún notið mikilla vinsælda. Bókin hefur þegar verið þýdd á frönsku, þýsku og ítölsku auk þess sem fleiri þýðingar eru þegar hafnar. Vart þarf að fjölyrða um íslenskar bækur hennar sem eru fjölmargar, þ.á.m. Himneskt að njóta, Eftirréttir Sollu, Heilsuréttir Hagkaups og Grænn Kostur Hagkaupa.

Solla er sjálf frábær fyrirmynd þegar kemur að heilsu og mataræði og leyfir landanum ætíð að fylgjast með því nýjasta sem hún er að uppgötva. Hún vinnur daglega að betri heimi hvort sem það er með fræðslu, matargerð eða brosinu einu saman. Svo stendur hún líka á haus á hverjum degi!

Lestu meira
solla
Laugavegur-4

Umhverfið skiptir okkur máli

Í meira en áratug hafa allir veitingastaðir Gló flokkað rusl vel og vandlega. Allt rusl á Gló er flokkað og sent í viðeigandi endurvinnslu en einnig er lögð mikil áhersla á að takmarka ruslasöfnun til að byrja með.

Með tilkomu miðlægs frameiðslueldhúss hefur til að mynda gefist tækifæri til að kaupa hráefni í stærri umbúðum og skipta niður á milli staða frekar en að kaupa minni og umbúðameiri pakkningar á hvern stað fyrir sig. Notast er við margnota ílát þegar matur er fluttur á milli staða, bæði frá eldhúsinu til veitingastaðanna en einnig í mörgum tilfellum þegar fyrirtæki panta stóra skammta í hádeginu.

Ein stærsta áskorun Gló var að útrýma frauðbökkum undir matarskammta fyrir einstaklinga en eftir að hafa komið að lokuðum dyrum hjá öllum innflytjendum flutti Gló inn sinn eigin gám af matarboxum úr niðurbrjótanlegu efni árið 2011. Framtakinu var vel tekið og skömmu síðar hófst almennur innflutningur og notkun á náttúruvænum matarbökkum meðal annarra veitingastaða. Í dag eru allar take-away umbúðir Gló úr annað hvort PLA (plöntuplasti), pappír eða bambus. Til að minnka rusl ennþá frekar þá fá allir viðskiptavinir sem koma með margnota ílát 10% af mat eða kaffi.

Gló hefur unnið hörðum höndum að því að gera grænmetis og grænkerafæði “mainstream” frá stofnun. Viðskiptavinir Gló vita að hægt er að fá alla rétti í vegan útgáfu og þannig getur kúnninn sjálfur tekið meðvitaða ákvörðun.  Meira en 90% hráefna Gló veitingastaða eru vegan, til dæmis eru allar sósur gerðar frá grunni án mjólkurvara. Gló vegan veitingastaðurinn í Engjateig er með ólíkum matseðli en hinir Gló staðirnir til þess að sýna fram á enn meira úrval af vegan réttum en í boði er á hefðbundnum Gló stöðum.

Gló hefur einsett sér að leita ávallt bestu leiða til að vernda umhverfið og minnka matarsóun.

Lestu meira
gloararBack
gloarar

Starfsfólk Gló

Hugsjónir, eldmóður og fjölbreytt reynsla einkenna stjórnendur og starfsfólk Gló. Við mætum jákvæð til starfa á hverjum degi og sinnum verkefnum okkar af alúð og umhyggju.

 

Lestu meira

Vertu í sambandi

Upplýsingar

Gló veitingar ehf
kt: 700608-0500
Hæðasmára 6, 200 Kópavogur

Email: glo@glo.is Phone: 553-1111

Viltu vinna hjá Gló?

Ef þú glóir af lífsgleði og þráir nýjar áskoranir þá viljum við gjarnan heyra frá þér. Smelltu hér til að skoða laus störf eða senda okkur almenna umsókn á glo@glo.is

 

 

Sendu okkur ábendingu

Er eitthvað sem þú vilt segja okkur frá eða við megum bæta?

Við tökum bæði á móti góðum ráðum og gagnrýni. Sendu okkur póst á glo@glo.is

Veitingastaðir Gló

Gló í Fákafeni er opin alla virka daga frá kl 8:30 – 19:00 (matsalan opnar kl 11.00) og á laugardögum frá kl 9:00-16:00 (matsalan opnar kl 12:00)

 

Gló í Hæðarsmára er í sumarfrí og lokaður sem stendur en mun opna afur í lok sumars, og verður það þá auglýst sérstaklega.

© Höfundaréttur 2020 GLO.IS. Öll réttindi áskilin.